Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582897628.14

    Vistfræði hafsins
    LÍFF3VH05
    33
    líffræði
    Vistfræði hafsins
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um helstu hugtök og megin viðfangsefni vistfræði hafsins. Skýrt hvernig vistkerfi verða til í samspili lifandi og lífvana náttúru og hvernig athafnir mannsins geta raskað kviku jafnvægi vistkerfa. Vistfræðileg staða hafsins verður til umfjöllunar með áherslu á umhverfismál, mengun, plast, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda á sjálfbæran hátt.
    5 einingar í líffræði eða umhverfisfræði á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu hugtökum í vistfræði hafsins og hlutverkum helstu lífveruhópa
    • Orkuflæði og efnahringrásum vistkerfa
    • Tengslum lífvera í gegnum fæðukeðjur og fæðuvefi
    • Mikilvægi hafsins fyrir lífkerfin á jörðinni
    • Uppruna og sögu plasts, eiginleikum og kostum þess
    • Plastmengun í hafi og hvernig hægt er að koma í veg fyrir hana
    • Gildi hafsins í eigin lífi og mikilvægi þess hjá lífkerfum jarðar
    • Rannsóknaraðferðum í vistfræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita hugtökum vistfræðinnar í umfjöllun um hafið
    • Fjalla um áhrif mengunar í hafi
    • Skýra hvernig hafið hefur áhrif á loftslag, framleiðslu súrefnis, fæðu og lífbreytileika (haflæsi)
    • Greina vanda og vinna í átt að úrlausnum á mengunarmálum
    • Taka eigin ákvarðanir og vinna að verkefnum í heimabyggð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Draga ályktanir af niðurstöðum rannsókna í vistfræði
    • Túlka niðurstöður og setja fram með skipulögðum hætti
    • Tengja vistfræðilega þekkingu sína við daglegt líf og átt sig á eigin ábyrgð
    • Greina vanda og vinna í átt að úrlausnum á mengunarmálum
    • Vinna að bættri umgengni við hafið og lífkerfi þess
    • Taka sjálfstæða rökstudda afstöðu til umhverfis- og mengunarmála
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.