Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1583149436.61

    Upplýsingatækni
    UPPD1SM03
    2
    upplýsingatækni dreifmenntar
    Upplýsingatækni og stafræn miðlun
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á að kenna undirstöðuatriði í notkun á tölvum og upplýsingamennt. Lögð er áhersla á að nemendur nýti sér hugmyndafræði dreifnáms og læri að skipuleggja sig í námi. Leitast er við að nýta frían hugbúnað og þann hugbúnað sem er fyrir í tölvunni. Meðal annars prufa nemendur að vinna verkefni í ritvinnslu, töflureikni, myndvinnslu, hönnunarforriti, teikniforriti, vefhönnunarforriti, hljóðupptökuforriti. Nemendum er ekki bent á eitt forrit sem er réttara en annað heldur er þeim bent á nokkur forrit sem nýtast við úrvinnslu verkefnanna. Áfanganum er ætlað að hjálpa nemendum að blanda saman verkþekkingu á tölvur og aðferðum og skipulagi í dreifnámi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helsta opna hugbúnaði sem er í boði
    • ritvinnslu og töflureikni
    • myndvinnslu og hljóðvinnslu
    • tölvum og internet
    • lögum og reglum sem snúa að tölvum og interneti
    • hugmyndum dreifnáms
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp verkefni og ritgerðir eftir viðurkenndum leiðum
    • nota heimildir og tilvísanir eftir Chicago kerfinu
    • nota algengustu formúlur, jöfnur og gröf í töflureikni
    • búa til margmiðlunarefni eins og stuttmyndir, teiknimyndir og hljóðefni
    • nota gagnasöfn, orðabækur, þýðingavélar og leiðréttingarforrit
    • nota viðeigandi hjálpargögn við frágang verkefna
    • afla upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum
    • nota þau forrit og vefi sem eru í boði við verkefnavinnu
    • nota google docs og ýmis önnur frí forrit og tól sem eru í boði hverju sinni
    • verða sjálfbjarga í að finna út hvað þeir geta notað sér til aðstoðar við verkefnavinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta metið efni af neti á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... umræðum, sjálfsmati kynningum og skriflegum verkefnum
    • geta metið í hvaða formi hentar best að skila efni frá sér hverju sinni ...sem er metið með... ýmis konar mismunandi verkefnum, ss mynd og hljóðskrám, teiknimyndum, kynningum, umræðum og skriflegum verkefnum
    • hafa tileinkað sér grunnhugmyndir varðandi dreifnám ...sem er metið með... sjálfsmati, umræðum og skriflegum verkefnum
    • skipuleggja nám sitt ...sem er metið með... sjálfsmati, umræðum og skriflegum verkefnum
    Leiðsagnarmat