Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1583150407.14

    Badminton og blak
    ÍÞRG2BT02
    24
    íþróttagrein
    Badminton og blak
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Viðfangsefni áfangans eru badminton og blak og áfanginn er að mestu verklegur þar sem áherslan er á íþróttagreinarnar fyrir byrjendur og lengra komna. Lesefni, myndbönd o.fl. tengt viðfangsefninu verður sett á moodle og nemendur vinna fjölbreyt verekfn i(einstaklings, hópa, umræðuþræðir o.fl.).
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • nýtingu leikja og æfinga fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir
    • reglum og hugmyndafræði í greinanna
    • grunntækniatriðum íþróttagreinanna
    • grunnleikfræði íþróttarinnar, s.s. staðsetningum og leikkerfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp skipulagðan tímaseðil út frá getu iðkenda og markmiði tímans
    • nýta leiki til kennslu grunntækniatriða leiksins
    • meta reglur íþróttarinnar við að horfa á kappleiki og dæma hjá samnemendum
    • útfæra mismunandi krefjandi æfingar til að æfa viðfangsefnin
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta horft á greinarnar og skilið leikinn, s.s. hvað er verið að dæma, hvaða áherslur liðin eru með í leiknum og útskýra þau atriði sem verið er að nota
    • bera ábyrgð á því að skipuleggja og framkvæma kennslu hjá samnemendum þar sem grunnatriði eru kennd
    • meta eigin leik og annarra og komið með hugmyndir að því hvað má bæta og hvernig
    • geta tekið þátt í um ræðum um viðfangsefnin á faglegan og uppbyggilegan hátt
    leiðsagnarmat