Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1583153566.7

    Ýmsar íþróttagreinar
    ÍÞRG3LV02
    24
    íþróttagrein
    Lokaverkefni
    Samþykkt af skóla
    3
    2
    Í þessum áfanga er stefnt að því að nemendur fái trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein. Efnið er breytilegt eftir önnum eftir aðstæðum hverju sinni. Vísað er til áfangalýsingar úr áfangasafni skóla um nánari útfærslu.
    Undanfarar: 8 einingar í íþróttagreinum og ÍÞRF2ÞA05 eða sambærilegur áfangi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • allri grunntækni í íþróttagreininni
    • mismun á þjálfun barna og fullorðinna
    • leikreglum og/eða helstu æfingum greinarinnar
    • undirbúningi og skipulagi sem þarf til að iðka íþróttina
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • undirbúa æfingar fyrir börn og fullorðna í greininni
    • helstu tækniatriðum greinarinnar
    • kennslufræði greinarinnar
    • dómgæslu greinarinnar ef við á
    • leikfræði og eða tækni greinarinnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • undirbúning þjálfunar greinarinnar
    • gerð tímaseðla
    • dæma leiki hjá yngstu iðkendum ef við á
    • nýta sér upplýsingatækni við skipulag æfinga og þjálfun