Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1583227810.58

    ÍSLE2FR05
    ÍSLE2FR05
    59
    íslenska
    fornbókmenntir, ritun og málnotkun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum lesa nemendur forna norræna texta og kynnast þróun og helstu breytingum á íslensku máli frá fornu. Auk þess skrifa nemendur rannsóknarritgerð.
    ÍSLE2MB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fornum norrænum textum
    • hugtökum í bókmenntafræði
    • þróun tungumálsins og helstu breytingum frá fornu
    • orðaforða sem nægir til að skilja eldri íslenska texta
    • vinnubrögðum við ritgerðasmíð og heimildavinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa fjölbreyttar gerðir ritaðs máls fyrri alda
    • tjá sig á blæbrigðaríkan hátt um afmörkuð málefni
    • beita gagnrýninni hugsun í ræðu og riti
    • nýta sér gagnrýni annarra
    • meta og nýta heimildir á réttan og heiðarlegan hátt
    • beita helstu bókmenntahugtökum á lesna texta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • túlka texta þótt merking sé ekki ljós
    • setja fram rökstudda afstöðu og útskýra sjónarmið í málefnalegum umræðum
    • beita málinu á viðeigandi hátt við mismunandi aðstæður
    • efla og meta eigin málfærni
    • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta
    • sýna sköpunarhæfni í málflutningi sínum og verkum
    Námsmat byggir á leiðsagnarmati þar sem nemendur fá endurgjöf á það sem vel er gert ásamt ábendingum um það sem betur má fara. Leitast er við að hafa námsmat sem fjölbreyttast til að sýna rétta mynd af þekkingu, leikni og hæfni nemenda.