Nemendur smíða rás á prentplötu og setja rásirnar saman. Síðan staðfesta þeir virkni rásarinnar með prófunum og mælingum. Gert er ráð fyrir að unnin séu viðamikil smíðaverkefni með prentrás, kassa og stýribúnaði. Nemendur læra handverk við samsetningu og festingar og fá góða æfingu í lóðningarvinnu með viðkvæma íhluti.
VGRT2GA04BR
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
virkni helstu íhluta rafeindarása.
hvernig prentrásir eru ætaðar.
fellingu rafeindabúnaðar í notendavænan kassa.
kæliþörf transistora eftir álagi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
snúa skematískum teikningum yfir á prent.
mæla og prófa rásir bæði í rásahermi og raunrás.
setja saman rafeindabúnað í kassa.
setja upp stýribúnað í kassa og tengja.
lóða viðkvæma íhluti með nákvæmni og af varkárni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
teikna rafeindarás í rásahermi og prófa.
setja upp og stilla rafeindabúnað í kassa með stýrirofum og stillum.
prófa og staðfesta virkni í raunrás.
Námsmat felst í símati sem byggt er upp á a.m.k. 5 matsþáttum og vegur enginn þáttur yfir 35%.