Nemendur kynnast uppbyggingu á Arduino smátölvum og hlutverki þeirra. Unnið er með grunnskipanir í forritun til stýringar á íhlutum ásamt því að kynnast virkni þeirra og hlutverki. Nemendur kynnast rökhugtökum, mismunandi talnakerfum, Boole-framsetningu og teiknistöðlum. Reikniaðferðir rökrása eru kynntar og kóðar í Arduino forritun. Nemendur læra að nota sannleikstöflur og bólskar jöfnur til að skilgreina virkni rökrása.
Grunnskóli með einkunnina B í íslensku, ensku og stærðfræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
notkun og uppsetningu Arduino smátölvu.
IDE hugbúnaði Arduino tölvunnar í PC tölvu.
helstu íhlutum og virkni þeirra.
helstu hugtökum stafrænnar tækni.
talnakerfum sem notuð eru í stafrænni tækni.
helstu reikniaðferðum rökrása.
bólskum jöfnum sem skilgreina virkni rökrása.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tengja og setja upp Arduino vél við PC.
tengja útgangspinna.
setja upp hugbúnað og Library.
skilja mismunandi talnakerfi.
skilgreina virkni einfaldra rökrása.
skilgreina notkun á sannleikstöflum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
bera kennsl á helstu bilanaeinkenni í tölvu (forriti) vegna þekkingar á virkni ? kemur út eins og tölvur/forrit bili vegna þekkingar á virkni.
ná í, breyta og skrifa kóða fyrir smátölvu, t.d Arduino.
lesa virkni einfaldra rökrása.
hanna rökrás út frá skilyrtri virkni.
bilanagreina einfaldar rökrásir.
Námsmat felst í símati sem er byggt upp á a.m.k. 5 matsþáttum og vegur enginn þáttur yfir 35%.