Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1583321911.18

    Tölvutækni. Rökrásir og bólsk algebra
    TNTÆ2GA05(BR)
    11
    Tölvu- og nettækni
    Tölvu- og nettækni
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    BR
    Haldið er áfram skoðun á rökrásum og hliðum frá fyrri áfanga. Nemendur kynnast samrásum og virkni þeirra, m.a: samlagningarrás (Adder), samanburðarrás (Comparator), línufækkara/fjölgara (Mux/Demux), kóðabreyti (Decoder) og línuveljara (Encoder). Flip-Flopar og teljarar skoðaðir ásamt hliðarregisterum. Hermiforrit verða notuð við prófun rása. Lögð verður áhersla á að nemendur geti hannað rásir annað hvort fyrir prentplötu eða á brauðbretti, komið fyrir íhlutum og prófað. Þá er lögð áhersla á að nemendur fái innsýn í forritanlega örgjörva og hvernig hægt er að forrita þá og nota t.d. í skynjararásum.
    TNTÆ1GA05AR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun bólskrar algebru og Karnaugh-korta til einföldunar á rökrásum.
    • virkni helstu samrása.
    • samanburðarrásum, samlagningar og línufækkara/-fjölgara.
    • Flip Flopum, teljararásum og hliðarregisterrásum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna einfalda teljararás.
    • nota bólska algebru og Karnaug-kort til að einfalda rökrásir.
    • tengja samrásir í hermiforritum og brauðbrettum til að prófa.
    • smíða/tengja, prentrásir/brauðbretti fyrir samrásir eða smátölvur.
    • bilanagreina rökrásir.
    • forrita litla örgjörva/smátölvur með samrásum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita mælitækjum við að prófa samrásir og rökrásir.
    • setja upp einfalda teljararás.
    • beita tölvuhermiforritum til prófunar á rökrásum og samrásum.
    • hanna rásir fyrir prentrásir eða brauðbretti.
    • forrita örgjörva/smátölvu eftir ákveðinni forskrift.
    Námsmat felst í símati sem byggt er upp á a.m.k. 5 matsþáttum og vegur enginn þáttur yfir 35%.