Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1583322545.67

    Tölvutækni - netkerfi
    TNTÆ2GA05(CR)
    12
    Tölvu- og nettækni
    Tölvu- og nettækni
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    CR
    Nemendur vinna með tölvur til að geta tengst netkerfum og unnið með uppsetningu stýrikerfanna Linux og Windows fyrir net og IOT. Þeir kynnast netkerfum, uppbyggingu og þeim búnaði sem þau samanstanda af. Nemendur kynnast virkni tölvuneta með því að tileinka sér netkerfisstaðlanna OSI og TCP/IP. Höfuðáhersla áfangans er á að kenna nemendum grunninn í vélbúnaði tölva, stillingar á búnaði og tengingu milli tölva og annara íhluta. Læra um algengustu þjónustur netkerfa ásamt grunnskipunum eða forritum til bilanaleitar. Hægt er að nota gagnvirkt rafrænt námsefni frá Cisco eða annað sambærilegt námsefni.
    TNTÆ1GA05BR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • íhlutum sem tengjast tölvum og netkerfum og skilji tilgang þeirra og virkni.
    • IP vistföngum OSI og TCP/IP líkönum.
    • tengja smátölvur og setja inn nauðsynleg forrit t.d. Raspberry PI.
    • hugtökum og skammstöfunum sem notaðar eru í tölvunetkerfum.
    • IOT Internet of things.
    • grunnþekkingu í forritunarmáli.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp tölvur og tengja lítið net með einum netþjóni og setja upp samband yfir router út á internetið.
    • þekkja hugtök eins og WAN, LAN, WLAN, M2M, P2M, DNS, DHCP, SIDD og fl.
    • nota grunnskipanir til að finna bilanir í netsamböndum.
    • tengja nema og búnað við smátölvu til að stýra vissum aðgerðum.
    • nota grunnskipanir í forritunarmálum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hanna með vistföngum meðalstór tölvunetkerfi.
    • velja réttan búnað við uppsetningu á tölvunetkerfi.
    • setja upp og stilla meðalstórt tölvunetkerfi.
    • stilla beina (routers) með grunnstillingum.
    • finna bilanir í tölvunetkerfi.
    • hafa yfir að ráða nægum orðaforða á efninu til þess að geta rætt um kerfin við aðra tæknimenn.
    • nota áunna tækniensku sér til framdráttar og frekara náms í nýjustu tækni á þessum sviðum.
    Námsmat felst í símati sem byggt er upp á a.m.k. 5 matsþáttum og vegur enginn einn þáttur yfir 35%.