Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1583404247.3

    Stýringar og tæknibúnaður I
    SOGT2PL03(AB)
    1
    Stýri og tæknibúnaður
    Pípulagnir
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    AB
    Í áfanganum læra nemendur grunnatriði rafmagnsfræðinnar með áherslu á helstu hugtök og mælingar á straumi, spennu og mótstöðu í einföldum lagnabúnaði. Í framhaldi af því er fjallað um helsta búnað sem þarf að vera í tækjaklefa til tengingar og stýringar á hita- og neysluvatnskerfum og uppsetningu. Má þar nefna þrýstiminnkara, þrýstijafnara, slaufuloka, hvar nauðsynlegt er að geta lesið hita og þrýsting, öryggisloka og þensluker.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum rafmagnsfræðinnar og uppbyggingu rafkerfa í byggingum.
    • helstu teiknitáknum sem notuð eru í rafmagnsfræði.
    • hvenær kalla þarf til rafvirkja og/eða rafeindavirkja.
    • öryggisreglum og öryggisbúnaði sem tengist rafmagni.
    • búnaði tækjaklefa fyrir hita- og neysluvatnskerfi.
    • öryggisbúnaði vegna yfirþrýstings og ofhitnunar og búnaði til að stýra þrýstingi.
    • samhenginu milli þrýstings, flæðis og stærðar loka.
    • tæknilegum tengiskilmálum viðkomandi veitna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • mæla straum, spennu og mótstöðu í einföldum búnaði.
    • beita mælitækjum til að mæla virkni í búnaði lagnakerfa.
    • framkvæma einfaldar tengingar á rafmagnsknúnum lagnabúnaði.
    • nota mismunandi gerðir af mælum fyrir hita og þrýsting, rennslismæla og dælur fyrir vatn og aðra vökva.
    • nota helstu gerðir af lokum í lagnakerfum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja upp og tengja tæknilegan búnað lagnakerfa.
    • setja upp loka og dælur af mismunandi gerðum.
    • gangsetja hita- og neysluvatnskerfi á öruggan hátt.
    • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað.
    Símat og verkefnaskil