Í áfanganum þjálfast nemendur í lestri flóknari lagnauppdrátta og teikninga frárennsliskerfa og hreinlætistækja. Lögð er áhersla á hönnun vegna hljóðburðar, sniðmyndir, skurði og hlutamyndir af tengingu hreinlætistækja við lagnakerfi m.m. Farið er yfir hæðar- og málsetningar, efnisnotkun, einangrun lagna og brunavarnir með hliðsjón af reglum, reglugerðum og stöðlum og áfram er fjallað um verklýsingar og efnislista. Kennslan byggist að mestu á teikniverkefnum þar sem lögð er áhersla á að tengja saman forsendur hönnunar, lagnauppdrætti og verklýsingar.
TEIK1PL04AB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum í uppbyggingu frárennsliskerfa og staðsetningu hreinlætistækja.
ákvæðum byggingareglugerðar um fráveitulagnir.
íslenskum stöðlum um frárennslislagnir í jörðu og fráveitulagnir húsa.
stöðlum um mannvirkja- og tækniteikningar sem tengjast lagnauppdráttum.
tæknilegum útfærslum frárennsliskerfa og staðsetningu hreinlætistækja.
öllum gerðum uppdrátta og teiknitákna fyrir frárennsliskerfi og hreinlætistæki.
fagheitum og efnisnotkun í lagnateikningum fyrir frárennsliskerfi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota Rb-blöð í upplýsingaleit og við gerð teikninga.
lesa og vinna með teikningar af frárennslislögnum og hreinlætistækjum.
lesa og skilja merkingar á teikningum og meðfylgjandi verklýsingar.
gera efnisáætlun fyrir einfalt frárennsliskerfi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
teikna hreinlætistæki og frárennsliskerfi í hús.
beita teiknireglum við teiknun frárennsliskerfa og hreinlætistækja.
gera fríhendisrissmyndir, flatar- og rúmteikningar af lagnakerfum.
gera sniðmyndir, skurði og hlutamyndir af frárennsliskerfum og staðsetningu hreinlætistækja.