Í áfanganum öðlast nemendur þekkingu og færni í að lesa og teikna uppdrætti af sérhæfðum lagnakerfum eins og snjóbræðslu-, gas- og vatnsúðakerfum, kæliröftum m.m. Jafnframt er farið yfir teiknitákn og teiknireglur fyrir stýringar og tæknibúnað lagnakerfa og komið inn á reyndaruppdrætti m.a. vegna endurlagna og viðgerða. Lögð er áhersla á gerð notkunarleiðbeininga fyrir lagnakerfi og komið inn á gæðamál, staðla og verklýsingar. Nemendur læra um notkun tölvutækni við gerð og miðlun lagnauppdrátta og annarra hönnunargagna. Kennslan byggist aðallega á verkefnavinnu nemenda og lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð.
TEIK2PL04BB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sérhæfðum lagnakerfum og tæknibúnaði lagnakerfa.
ákvæðum byggingareglugerðar sem eiga við um sérhæfð lagnakerfi.
reglum Brunamálastofnunar og Vinnueftirlitsins um gaslagnir.
stöðlum um mannvirkja- og tækniteikningar sem tengjast lagnabúnaði.