Nemendur kynnast raflögnum fyrir mismunandi straumþol, rafmagnstöflum og töflubúnaði. Helstu heimilistæki eru kynnt og orkunotkun þeirra skoðuð. Nemendur læra hvernig reglur og staðlar koma við sögu í störfum rafiðnaðarmanna og átta sig á mikilvægi þeirra. Farið verður í mismunandi gerðir rofa, lagnir íbúðarhúsa og greinatöflur tengdar, jafnframt því sem nemendur leggja lagnir inni í veggjum, öryggismál kynnt og hvernig á að haga sér við hinar ýmsu aðstæður. Nemendur læra að velja leiðara miðað við orkunotkun og velja varbúnað við hæfi.
RAFL1GA04AR
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
slysahættum sem eru á vinnu við rafmagn á vinnustöðum.
utanaðkomandi aðstæðum á raflagnir eins og raka, varma og þar sem gas eða eldfim efni eru.
öryggis- og reglugeðarákvæðum er varða raflagnir og varnaraðferðir.
helstu heimilistækjum og straumþörf þeirra.
mikilvægi fagmannlegra vinnubragða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
undirbúa verk með teikningu, efnisvali og verkfærum.
tengja ýmsa rofa og búnað sem tilheyra minni veitum.
forðast hættur bæði í vinnu við rafmagn og umgengni á vinnustöðum.
draga leiðara í rör.
skipuleggja starf sitt og beita faglegum vinnubrögðum.
tengja helstu rofa og tengla í minni veitum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir hættum sem leynast við vinnu með rafmagn og verkfæri.
gera sér grein fyrir orkunotkun í heimahúsum og velja búnað í samræmi við hana.
velja raflagnaefni í minni veitur.
leggja raflagnir og tengja í minni veitur.
Námsmat er í símati sem er byggt upp á a.m.k. fimm matsþáttum og er enginn þáttur yfir 35%.