Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1584442967.22

    Öryggismál rafiðnaðar
    ÖMÁL1GA01(AR)
    3
    Öryggismál
    Raflagnir
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    AR
    Farið verður yfir öryggisfræði á vinnustöðum, áhættumat og vinnuaðstæður. Leiðir til að tryggja öryggi í starfi kynntar, þar á meðal fatnaður, hlífar af ýmsu tagi og reglur um læsingar. Farið er yfir hættur gagnvart spilliefnum, umgengni og förgun. Skoðað verður sérstaklega tækni og verklagsreglur við „Læsa Merkja Prófa“ aðferðarfræðina, vinnureglur, skráning og æfð læsing í mismunandi töflum.
    RAFL1GA04BR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi öryggis á vinnustað.
    • ýmiskonar hlífðarfatnaði við mismunandi skilyrði.
    • Læsa Merkja Prófa kerfinu.
    • grunnforsendum áhættumats á vinnustað.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja fatnað eftir aðstæðum.
    • greina mögulegar hættur á vinnustað.
    • læsa og merkja töflu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta tekið út vinnusvæði út frá áhættu við vinnu.
    • geta skipulagt fyrirkomulag á vinnustað til að hindra slys.
    • læsa, merkja, prófa kerfið einn eða með hópi.
    Námsmat er í símati sem er byggt upp á a.m.k. fimm matsþáttum og er enginn þáttur yfir 35%.