Í áfanganum er unnið nánar með þau atriði sem voru kennd í Ljósmyndun – Inngangur I (LJÓS2UF05AU) en lögð meiri áhersla á ljósmyndun í stúdíói. Einnig verður farið nánar í myndatökur við mismunandi aðstæður og lögð meiri áhersla á að læra að stjórna ljósi bæði í stúdíói og á vettvangi. Áhersla verður á skilning á ljósmyndun sem tækni og innihald, merkingu og túlkun þeirra.
Verkefni nemenda verður sett í samhengi við nokkra af merkustu ljósmyndurum sögunnar. Skoðað verður mismunandi tækni og frágangur sem ljósmyndarar temja sér eftir myndefni og aðstæðum. Farið verður dýpra í myndvinnslu í RGB litarými. Nemendur þjálfa sig í gagnrýni á eigin myndir og myndir samnemenda.
Í lok áfangans eru nemendur betur undirbúnir undir sérnám í ljósmyndun. Þekkja helstu reglur varðandi umgengni og uppsetningu í stúdíói auk þess að hafa stjórn á myndavélinni við mismunandi aðstæður og geta beitt henni á skapandi hátt við ljósmyndun við margvíslegar og krefjandi aðstæður. Nemendur hafa grunnþekkingu á myndvinnsluforritum.
LJÓS2UF05AU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• myndatökum í stúdíói.
ólíkum möguleikum á frágangi.
fjölbreytileika ljósmyndunar.
myndvinnslumöguleikum.
grunnþekking á myndvinnsluforritum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
litgreina myndir í myndvinnsluforritum.
gagnrýna ljósmyndir.
þekkja helstu ljósmyndir og ljósmyndara sögunnar.
ljúka ljósmyndaverkefnum við mismunandi aðstæður.
mynda í stúdíói.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: