Farið er í vefjafræði, bein-, vöðva- og þvagkerfi, og skynjun. Alþjóðleg heiti, ásamt íslenskum fræðiheitum eru notuð í allri umfjöllun. Í vefjafræði er farið í meginflokka vefja líkamans, ásamt öllum undirflokkum. Vel er farið í líffærafræði beina- og vöðvakerfis, ásamt lífeðlisfræðinni og eðli hreyfinga. Í skynjun er fjallað um; sjón, heyrn, jafnvægi, lyktar- og bragðskyn. Farið er í byggingu og hlutverk þvagkerfis. Fjallað er um helstu sjúkdóma sem tengjast líffærakerfunum, orsakir, einkenni og meðferðir.
Annarsþreps áfangi í líffræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• 4 meginflokkum vefja og undirflokkum þeirra.
• greiningu vefjasýna í smásjá.
• beinmyndunarferlum
• hlutverki beina og liða og byggingu beinagrindar
• alþjóðlegum fræðiheitum beina
• hlutverki vöðvakerfis og starfsemi vöðvafruma.
• alþjóðlegum fræðiheitum helstu vöðva líkamans og hlutverki þeirra.
• algengum stoðkerfissjúkdómum, einkennum þeirra og meðferð.
• ferli skynjunar og starfsemi skynfæranna.
• helstu sjúkdómum í skynfærum, einkennum og meðferð.
• byggingu og hlutverki þvagkerfis.
• algengum sjúkdómum í þvagfærum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og vinna með lífeðlisfræðilega hugtök á íslensku og ensku.
skoða og greina vefi í smásjá.
kryfja tilraunadýr og skoða líffæri.
skilja samspil beina- og vöðvakerfis.
skilja mikilvægi þvagkerfis fyrir samvægi líkamans og virkni annarra líffærakerfa.
meta áhrif lífshátta á starfsemi líkamans.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
auka skilning á líffæra- og lífeðlisfræðilegum viðfangsefnum.
leggja mat á lífeðlisfræðilegar upplýsingar á gagnrýnin hátt.
afla sér meiri þekkingar og takast á við frekara nám í líffæra-og lífeðlisfræði.
auka skilning sinn á starfsemi líkamans og tengja við daglegt líf, með því að taka upplýstar ákvarðanir um heilbrigðan lífsstíl.