Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1588867270.48

    Saga og menning í Berlín. Berlínarferð.
    EVRÓ2BE05
    3
    Evrópufræði
    Berlín
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Berlín - höfuðborg sameinaðs Þýskalands og vettvangur heimssögulegra atburða sérstaklega á 20.öldinni. Hvernig og hvenær varð Berlín til? Hvaða áhrif höfðu stríð og styrjaldir á Berlín og þá sérstaklega síðari heimsstyrjöldin? Hvað gerðist á árið 1961? Hvernig var lífið í Berlín á árunum 1961-1989? En á árunum 1989-1990? Hvernig er Berlín í dag? Hvað er t.d. Brandenburger Tor, Berliner Mauer, Potsdamer Platz, Holocaust Mahnmal, Goldelse, Reichstagsgebäude, Ku’damm, Gedächtniskirche, Alexanderplatz, Museumsinsel og KaDeWe? Hvaða söfn eru spennandi? Hvernig er mannlífið? Hvernig er best að komast á milli staða í Berlín? Þetta og margt, margt fleira verður til umfjöllunar því Berlín býður upp á svo margt. Áfanginn er ætlaður þeim sem hafa áhuga á að fara í sögu-, menningar- og námsferð til Berlínar. Nemendur kynna sér sögu Berlínarborgar, áhugaverða staði og annað sem vert er að skoða, upplifa og gera í Berlín og undirbúa þannig með aðstoð kennara stutt ferðalag til Berlínar. Nemendur vinna ýmis verkefni tengd Berlín fyrir ferðina, í ferðinni og eftir að heim er komið. Einnig æfa nemendur sig í hagnýtu talmáli sem felst að mestu í upprifjun á orðaforða og málnotkun með áherslu á dagleg samskipti og nemendur vinna nokkur talverkefni í tengslum við þetta
    ÞÝSK1BÞ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • staðháttum, (fjöl)menningu og mannlífi í Berlín
    • sögu Berlínarborgar með sérstakri áherslu á tímann eftir 1945
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að takast á við mismunandi aðstæður í þýskumælandi borg.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rata í Berlín og nota almenningssamgöngur borgarinnar hjálparlaust
    • tjá sig og bjarga sér á þýsku í mismunandi aðstæðum og leysa úr málum sem upp geta komið
    • afla sér hagnýtra upplýsinga og vinna úr þeim á mismunandi hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • segja rétt frá sögu Berlínar
    • tjá sig um upplifanir sínar í Berlín með rökstuddum dæmum og í samhengi við þau atriði sem hafa verið til umfjöllunar í áfanganum
    • Rata í Berlín, geta jafnvel séð um stutt ferðalag þangað með vinum og vandamönnum
    • meta eigið vinnuframlag og annarra og bera ábyrgð á eigin námi
    • bjarga sér á þýsku við ýmsar aðstæður
    • tileinka sér jákvætt viðhorf til þýsku og Þýskalands
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá