Áfanginn er verklegur framhaldsáfangi fyrir efni sem tengist fjórðu iðnbyltingunni. Nemendur kynnast hliðrænum og stafrænum skynjurum og virkni þeirra. Nemendur vinna með örgjörvaborð (t.d. arduino). Skoðuð eru einföld samskipti milli örgjörvaborða. Í áfanganum er lögð áhersla á tækjasmíði þar sem rafeindabúnaður er notaður við smíðina og forritun með C/C++ málinu. Áfanginn er verkefnadrifinn og eru unnin stærri og flóknari verkefni en í fyrsta áfanganum. Áhersla er lögð á sköpun og hönnun.
VESM1VS05AU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
virkni skynjara.
takmörkunum örgjörvaborða.
smárum (e. transistor) og virkni þeirra.
hönnun stórra verkefna.
ferlinu frá hugmynd til frumgerðar.
mismunandi gagnatögum.
mismunandi gerðum mótora.
stýringum fyrir mótora.
mismunandi senditækni.
vandamálum tengdum sendingu og mótttöku gagna.
hvað klasasafn er.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp flóknari rafrásir á brauðbretti og veroborði.
skrifa forrit til að stýra örgjörvaborði.
senda gögn milli tveggja örgjörvaborða.
nota þróunartól við hönnun og smíði.
setja upp klasasöfn.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: