Áfanginn er verklegur. Viðfangsefni áfangans er internet hlutanna (e. IoT) sem er samþætting tækja og hugbúnaðar tengda netinu, sem geta greint gögn og upplýsingar úr umhverfinu og miðlað þeim. Farið er í hlutverk og samskipti mismunandi tækja sem eru tengd saman á netinu. Unnið er með inntak frá tækjum og skynjurum, stýrikerfi, forritun, úttak og framsetningu gagna. Áfanginn er verkefnadrifinn og fást nemendur við hönnun og e. IoT frumgerðasmíð þar sem ýmis tæki og tól eru notuð.
VESM2VS05BU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnuppbyggingu og virkni innfelldra kerfa (t.d. Raspberry Pi).
helstu vélbúnaðarhlutum, tækjum og skynjurum sem eru notaðir í e. IoT búnaði.
stýrikerfi (t.d. Raspbian) í innfelldu kerfi.
helstu samskiptaleiðum milli búnaðar í innfelldu kerfi.
öryggismálum tengdum interneti hlutanna.
hönnunaferli frumgerðar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp og vinna með innfellt kerfi (t.d. Raspberry Pi).
vinna með skipanir og stýrikerfi á innfelldu kerfi.
skrifa kóða fyrir innfellt kerfi.
vinna með inntaksupplýsingar til að stýra tengdum úttaksbúnaði.
sýna gögn frá skynjurum í vefviðmóti eða smáforritum.
nota ýmis tól og tæki til e. IoT frumgerðasmíði.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: