Í áfanganum læra nemendur að beita aðferðum stafrænnar ljósmyndunar til persónulegrar sköpunar með því að taka myndir við margvíslegar aðstæður. Áhersla er lögð á að nemendur auki þekkingu á uppbyggingu einstakra mynda og skapandi vinnubragða, sköpun, túlkun og tjáning þar sem nemendur vinna að eigin verkefnum undir leiðsögn kennara. Farið verður yfir ólík vinnubrögð eftir myndefni og aðstæðum. Nemendur vinna stafrænar myndir í ýmsum forritum. Nemendur þjálfa sig í gagnrýni á eigin myndir og annarra.
Í áfanganum verður einnig unnið með lýðheilsu með áherslu á fjölbreyttar æfingar þar sem aðaláherslan er á gönguferðir en einnig verður unnið með léttar styrktaræfingar þar sem unnið er með eigin líkama (úti í náttúrunni). Leitast verður við að kynna ólíkar íþróttagreinar fyrir nemendum eins og keilu, klifur, golf og frisbee golf og unnið verður með slökun, flot, jóga og hugleiðslu. Farið verður yfir mikilvægi svefns, næringar og hreyfingar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Myndatökum.
Fjölbreytileika ljósmyndunar
Skilji hvernig ólík tákn sem birtast í myndum, geta breytt merkingu myndar
Mikilvægi hreyfingar fyrir líkama og sál
Mikilvægi hollra lífshátta s.s. svefn og mataræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita stafrænni tækni við myndatöku og myndvinnslu af öryggi.
Mynda við ólíkar aðstæður
Fjalla um ljósmyndir.
Rýna í ljósmyndir.
Gera léttar styrktar- og slökunaræfingar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Taka betri myndir
Gagnrýna ljósmyndir
Stunda hreyfingu sér til heilsubótar
Bæta næringu og svefn
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá