Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1591177293.03

    Rúmfræði, hlutföll, prósentur og fjármál
    STÆR2RF05
    113
    stærðfræði
    rúmfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    RF
    Í áfanganum er fjallað um undirstöðuhugtök rúmfræði, einnig er fjallað um jöfnur, hlutföll, prósentur og fjármál. Helstu efnisatriði eru teikningar og röksemdafærsla í rúmfræði þar sem fengist er við línur í þríhyrningum, hornasummu, flatarmál, einshyrnda þríhyrninga, reglu Pýþagórasar og hornaföll. Lausnir fyrsta stigs jafna. Fjármál þar sem unnið er með prósentureikninga, álagningu, afslátt, virðisaukaskatt, vexti, vaxtavexti, verðbólgu, vísitölur, verðtyggingu og önnur hagnýt atriði sem snerta fjármál einstaklinga.
    STÆR1BT05 eða B eða A í einkunn við lok grunnskóla.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum í rúmfræði
    • grunnhugtökum í hlutföllum
    • gunnhugtökum í fjármálum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leysa rúmfræðileg verkefni og nota teikniáhöld
    • leysa jöfnur
    • leysa algeng dæmi um hlutföll og prósentureikning
    • vinna með fjármálahugtök s.s. vísitölu, verðbólgu og verðtryggingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, ræða þær við aðra og útskýra hugmyndir sínar og verk
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu á tölulegum viðfangsefnum
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • skilja og vinna með fjármálahugtök s.s. vísitölu, verðbólgu og verðtryggingu
    • setja upp stærðfræðiverkefni á snyrtilegan og skiljanlegan hátt, leysa þau og túlka lausnir
    • skilja þá þætti sem hafa áhrif á fjármál einstaklinga og taka skynsamlegar ákvarðanir um eigin fjárhag sakast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga
    Leiðsagnarmat