Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1591798033.92

    Frárennsliskerfi - verklegt
    FRKE2PL03(BB)
    3
    Frárennsliskerfi
    Pípulagnir
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    BB
    Í áfanganum læra nemendur um frárennsliskerfi í byggingum með áherslu á hefðbundið sjálfrennsliskerfi.Gerð er grein fyrir lagnaefnum og öllum gerðum tengja og tengiaðferða. Skoðaðar eru lagnaleiðir sem til greina koma, fjallað er um einangrun frárennslislagna og nauðsyn þess að dempa hljóðburð. Lögð er áhersla á réttar festingar og skoðaðar ýmsar gerðir þeirra. Nemendur læra um mikilvægi innloftunar í frárennsliskerfi með innloftunarrörum eða undirþrýstingsventlum. Nemendur setja saman frárennslislagnir úr mismunandi lagnaefnum og staðsetja frárennslisstúta miðað við teikningar og mismunandi tæki. Í því sambandi er farið yfir grunnatriði mælinga á byggingastað. Nemendur vinna með lagnateikningar og læra að reikna út réttan promil halla á lagnir og leggja frárennslislagnir í húsgrunn. Nemendur fá kennslu við að nota laser til að finna út réttan halla á lögnum. Nemendur smíða einnig sandföng og hreinsibrunna úr PEH lagnaefni. Fá þjálfun í að spegil- og múffusjóða plaströr og tengja plaströr með rafsuðumúffum. Smíðaðar verða einnig deilikistur fyrir snjóbræðslu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnreglum fyrir suðu og límingu plaströra.
    • stýringum, ventlum, festingum og upphengjum fyrir frárennslislagnir.
    • áhöldum og tækjum til lagnavinnu.
    • aðferðum og búnaði til að prófa frárennslislagnir.
    • öryggisreglum og hlífðarbúnaði við lagnavinnu.
    • kröfum um brunavarnir.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • staðsetja lárétta mælipunkta og mæla lengdir.
    • afsetja hæðir á byggingarstað út frá fastpunkti.
    • finna réttan halla á lögnum eða plani.
    • velja og meta lagnaleiðir og einangrun fyrir frárennslislagnir.
    • áætla frárennsli miðað við gefnar forsendur.
    • velja lagnaefni sem notuð eru í frárennslislagnir.
    • spegil -og múffusjóða og líma plaströr.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja frárennslislagnir í grunna bygginga og innanhúss.
    • koma í veg fyrir undirþrýsting, nota undirþrýstingsventla og koma fyrir innsogslögnum.
    • vinna með þrýstitangir og suðuvélar.
    • yfirfara og þéttleikaprófa frárennslislagnir.
    • skrá og merkja ventla og stýrikerfi og setja upp skýringartöflur.
    • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað.
    • smíða sandföng og hreinsibrunna úr PEH lagnaefni.
    • plastsjóða og líma plaströr.
    • nota laser til að hæðamæla.
    • ganga frá mismunandi útloftun frárennslislagna upp úr þaki.
    Símat (verkefnavinna og skyndipróf) og lokapróf.