Í áfanganum læra nemendur logsuðu og kynnast rafsuðu og hlífðargassuðu. Einnig læra þeir að lóða eirrör með mismunandi blöndum. Lögð er áhersla á meðferð logsuðutækja og öryggisreglur þar að lútandi. Kennslan er aðallega verkleg.
Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
rafsuðuvélum og stillingu suðustraums.
vírum sem notaðir eru við rafsuðu og hlífðargassuðu.
grunnreglum fyrir lóðningu með silfri, tini og fosfórblöndu.
umgengni og öryggisreglum varðandi gashylki og suðutæki.
sprengihættu sem stafar af gasi og súrefni.
nauðsyn brunavarna við suðuvinnu málma.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp hylki, slöngur og sköft.
stilla réttan vinnuþrýsting.
velja suðuspíssa út frá efnisþykkt.
sjóða 1-3 mm plötur og rör í suðustöðum PA og PC.
lóða eirlagnir með silfur/tinblöndum eða forfórslaglóði.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
logsjóða plötur og rör.
lóða eirrör með mismunandi blöndum.
beita reglum um meðferð gass, súrefniskúta og logsuðutækja.
meta og bregðast við nauðsyn brunavarna við suðuvinnu málma.