Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1592567965.56

    Lokaverkefni
    LOKA3LH04
    29
    lokaverkefni
    lokaverkefni: heimildaritgerð
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    Lokaverkefni eru einstaklingsverkefni sem ætlað er að þjálfa nemendur í að beita viðurkenndum aðferðum við heimildavinnu og rannsókn eða lausn viðfangsefna og undirbúa þá undir verkefnavinnu í háskólanámi. Ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæði og vönduð vinnubrögð. Nemendur kynna viðfangsefni sín á málstofu.
    Einungis nemendur sem komnir eru að námslokum fá að sitja áfangann.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilteknu viðfangsefni sem hann hefur valið sér
    • byggingu heimilda- og rannsóknarritgerða
    • nauðsyn þess að vanda meðferð heimilda
    • reglum um höfundarrétt og hugmyndum um ritstuld
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla fjölbreyttra heimilda, t.d. skráðra heimilda úr bókum, tímaritum og af netinu eða frumheimilda, ef svo ber undir
    • vinna með og leggja mat á upplýsingar úr heimildum á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt
    • fylgja viðurkenndum reglum við gerð og frágang ritgerðar
    • skrifa skýran og greinargóðan texta
    • tjá sig, í ræðu og riti, á gagnrýninn og skapandi hátt um sérhæft efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera raunhæfa verkáætlun og framfylgja henni
    • setja fram rökstudda rannsóknarspurningu eða efnisyfirlýsingu
    • skrifa lokaritgerð samkvæmt viðurkenndum aðferðum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda í áfanganum er metin með reglubundnum hætti. Til grundvallar matinu eru einkum verkáætlun nemanda, sjálfstæði í vinnubrögðum, efnistök, mál og stíll, meðferð heimilda og frágangur verkefnis.