Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1593004601.71

  Fagenska fyrir félags- og uppeldisgreinar
  ENFU2FE05
  1
  Fagenska fyrir félags- og uppeldisgreinar
  Fagenska
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Lestur og hlustun: Lesnar eru fagbækur, tímarit og hlustað á texta. Lögð áhersla á texta á einföldu máli og orðaforða daglegs lífs. Einnig eru lesnar greinar á ensku á fagsviði nemenda og hlustað á efni því tengdu, t.d. fyrirlestra af netinu og fleira í þeim dúr. Ritun: Lögð eru fyrir ritunarverkefni. Ritun er tengd reynslu úr daglegu lífi og er notast við óhefðbundnar kennsluaðferðir sem miða að því að horfa út fyrir kennslustofuna. Nemendur þjálfast í ritun dagbóka. Nemendur skrifa einnig orðalista og þjálfast í skrifa orð og læra þau um leið. Tjáning: Nemendur taka munnleg próf og gera verkefni sem byggjast á þeirra eigin reynsluheimi. Prófað er munnlega úr innihaldi hagnýtra texta. Nemendur halda stutta fyrirlestra og gera talæfingar í tímum. Málfræði og stafsetning: Málfræði rifjuð upp. Málfræði er tengd hagnýtum þáttum og unnið með hana í tengslum við ofangreind atriði, þ.e. lestur, ritun og tjáningu. Orðaforði: Orðaforði sá sem unnið er með í áfanganum er sértækur orðaforði tengdur faginu sem auðveldar nemendum að bæta við sig menntun eftir að þessu námi lýkur. Auk þess er farið í akademískan orðaforða.
  Enska á fyrsta þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu málfræðiatriðum og orðflokkum.
  • nýjum orðaforða.
  • helstu málfræðiatriðum og geta notað þau á réttan hátt í mæltu og rituðu máli.
  • enskum textum.
  • ritun texta.
  • tjáningu á ensku.
  • hlustun á ensku.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa og skilja einfalda texta, svo sem blaðagreinar, bæklinga og skáldsögur með það að markmiði að auka á orðaforða sinn og afla upplýsinga.
  • undirbúa og flytja stuttar kynningar um valið efni.
  • nota mismunandi aðferðir til að læra helstu málfræðiatriði, svo sem lestur og glósur.
  • skrifa texta um kunnugleg málefni.
  • hlusta á enska tungu og skilja inntak efnisins.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa og skilja almenna, fag texta og geta sagt frá þeim í aðalatriðum.
  • tala og skrifa á viðeigandi hátt um fagtengt efni eftir mismunandi aðstæðum.
  • gera greinarmun á mismunandi málnotkun eftir aðstæðum og geta fylgt eftir og tekið þátt í samræðum um kunnugleg málefni.
  • geta tekið þátt í samræðum um fagtengt efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á.
  • beita málkerfinu á mismunandi hátt eftir aðstæðum, bæði munnlega og skriflega með því að segja frá eigin reynslu.
  • endursegja efni sem hann hefur lesið eða heyrt.
  • hlusta eftir upplýsingum og nota í umræðum um fagtengt málefni.
  • nota ýmis hjálpargögn við skrift á samfelldum texta, svo sem orðabækur og leiðréttingarforrit.
  • beita mismunandi aðferðum og hjálpargögnum við ritun og geta skilið samræður í mismunandi aðstæðum.
  • greina frá aðalatriðum ýmis konar texta og finna upplýsingar í texta til að svara einföldum spurningum. Til þess skal hann nota ýmis konar lestraraðferðir svo sem skimun og ítarlestur.