Viðfangsefni áfangans er lestur, ritun, heimildavinna og tjáning. Lesin er ein íslensk nútímaskáldsaga eða ævisaga, auk smásagna og greina í fjölmiðlum.
Í ritun er farið í uppsetningu verkefna, efnisgreinar, greinamerkjasetningu, stafsetningu, byggingu og málnotkun. Lögð er áhersla á að nemendur nýti hjálpargögn, svo sem orðabækur og stafsetningarforrit. Skrifuð eru ýmis stutt verkefni, bæði hagnýt og tengd lestri bókmennta. Sem dæmi um hagnýt verkefni má nefna skýrslur og athuganir. Einnig er farið í reglur um meðferð heimilda og skrifuð stutt heimildaritgerð í skrefum í tengslum við félagsleg málvísindi.
Í tjáningu er farið í flutning verkefna og aðferðir við fundarstjórn og hópvinnu.
Íslenska á fyrsta þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skáldsögu (eða ævisögu) og smásögum.
greinum í fjölmiðlum um ýmis efni.
uppsetningu og frágangi verkefna.
reglum um meðferð heimilda.
byggingu ritsmíða.
hugtökum sem tengjast málnotkun, svo sem orðatökum, ritmáli o.fl.
hugtökum sem tengjast félagslegum málsvísindum, svo sem mállýskum, máltöku barna, málanámi og talgöllum.
aðferðum við fundarstjórn og hópvinnu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og túlka skáldverk.
ræða og æfa málnotkun og nýta sér hjálpartæki.
skrifa ýmis stutt verkefni.
skrifa heimildaritgerð í skrefum.
ræða og vinna með mannlegt mál, mállýskur, máltöku, málanám, talgalla og fleira sem tilheyrir félagslegum málvísindum.
kynna verkefni fyrir samnemendum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa skáldskap og greinar sér til fróðleiks og yndisauka.
vinna með heimildir á viðurkenndan hátt.
skrifa góðan texta og ástunda vönduð vinnubrögð, varðandi uppsetningu og frágang.
eiga í umræðum um tungumál almennt, sérkenni íslensks máls og stöðu, mállýskur, máltöku barna og fleira tengt félagslegum málvísindum.