Starfsþjálfun félagsliðanema er áfangi þar sem nemandinn öðlast hæfni og sjálfstæði í störfum. Um er að ræða launað starf í a.m.k. 400 stundir sem metið er til 20 eininga. Gert er ráð fyrir að viðkomandi starf sé á öðrum vettvangi en viðkomandi hefur reynslu af. Við lok námsins í áfanganum hefur nemandi öðlast almenna og sérhæfða þekkingu, leikni og hæfni til þess að vinna á faglegan hátt. Nemandi skal áður en hann fer í starfsþjálfun fá samþykki skóla fyrir námsstaðnum og skrifa undir námssamning ásamt fulltrúa skóla og ábyrgðaraðila á námsstað. Nemandi skal alfarið fylgja þeim reglum sem viðkomandi vinnustaður setur sínu starfsfólki.
Vinnustaðanám á félagsliðabraut.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fagmennsku viðkomandi starfs.
mikilvægi samskipta og samvinnu í störfum félagsliða og annarra fagaðila.
vinnuumhverfi og starfssviði félagsliða.
siðareglum félagsliða.
lögum og reglugerðum sem tengjast störfum félagsliða.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita faglegum vinnubrögðum í félagsliðastarfinu.
nýta samskiptahæfni við margvíslegar aðstæður.
taka þátt í þverfaglegu samstarfi.
starfa eftir siðareglum, sýna siðferðisvitund, fordómaleysi, umburðarlyndi og víðsýni í störfum sínum.
vinna eftir gæðaviðmiðum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
yfirfæra og samþætta fræðilega þekkingu að félagsliðastarfinu.
beita innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn faglegra viðfangsefna.
vera fær um að vinna sjálfstætt og bregðast við margvíslegum aðstæðum í starfi.
geta rökstutt og ígrundað þær aðferðir sem hann framkvæmir samkvæmt áætlun hverju sinni.
sýna hæfni í samskiptum við ólíka einstaklinga með ólíkar þarfir.