Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1593010502.08

    Félagsleg virkni og starfsendurhæfing
    FÉVI3SE05
    1
    Félagsleg virkni
    Starfsendurhæfing
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um félagslega virkni og starfsendurhæfingu. Áhersla er á að nemendur styrki faglega þekkingu á því hvernig hægt er að aðstoða skjólstæðinga við að tileinka sér aðferðir til að efla vilja, áhugahvöt og trú á eigin getu. Skoðaðar verða mismunandi birtingarmyndir félagslegrar virkni út frá andlegri, líkamlegri og félagslegri getu einstaklinga. Kynnt verða ýmis starfsendurhæfingarúrræði. Nemendur fá innsýn í hugmyndafræði bak við starfsendurhæfingu og í framhaldi fara þeir og kynna sér mismunandi úrræði.
    Félagsleg virkni á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum starfsendurhæfingarúrræðum.
    • leiðum til að efla félagslega virkni.
    • mismunandi leiðum til náms og starfa eftir veikindi, slys eða áföll.
    • gildi markmiðssetninga og eftirfylgni í starfi, námi og félagslegri virkni.
    • hvernig hægt er að viðhalda andlegri og líkamlegri færni hjá skjólstæðingum.
    • störfum og fræðasviði iðjuþjálfa, listmeðferðarfræðinga og annarra stétta sem hafa með tómstundir og skapandi endurhæfingu að gera.
    • mikilvægi þess að styðja aðstandendur í hlutverki sínu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • halda fundi og byggja upp tengslanet aðstandenda.
    • miðla leiðum sem nýtast til að viðhalda andlegri og líkamlegri færni hjá skjólstæðingum.
    • miðla gildi jákvæðrar afstöðu til daglegs lífs og atvinnuþátttöku.
    • afla gagna um mismunandi endurhæfingarúrræði.
    • kynna sér aðferðir til heilsuhvetjandi virkni.
    • greina raunhæfni markmiða sem skjólstæðingar setja sér.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með skjólstæðingum í sjálfseflingu.
    • gera markvissar og raunhæfar áætlanir í samvinnu við skjólstæðing.
    • taka tillit til allra í tengslanetinu.
    • kynna mismunandi leiðir starfsendurhæfingarúrræða.
    • skipuleggja virkniúrræði fyrir ákveðna markhópa.
    • taka þátt í faglegum umræðum um mikilvægi félagslegrar virkni.