Fjallað er um þróun frístundastarfs og hugmyndafræði þess kynnt, þ.m.t. kynning á félagssálfræði og hugmyndir um vöxt og þróun einstaklingsins. Komið er inn á helstu hugtök og þjónustuleiðir á sviði frístunda, m.a. innan heilbrigðis- og skólakerfisins og sveitarfélaga. Kynntir eru helstu frístundamöguleikar og nemendur örvaðir til skapandi hugsunar á því sviði. Fjallað er um notendur félags- og heilbrigðisþjónustu og helstu aðferðir til að meta þörf þeirra og leiðir í frístundastarfi. Áhersla er lögð á að nemendur læri að skipuleggja frístundastarf á sem fjölbreyttastan hátt með þarfir mismunandi einstaklinga að leiðarljósi. Þeir læra jafnframt að skynja og virða þarfir ólíkra einstaklinga fyrir gefandi frístundastarf óháð heilsufari, hömlun, fötlun eða félagslegri stöðu. Fjallað er um tengsl frítímafræða við alþjóðlegt umhverfi og samstarf við aðrar þjóðir. Helstu hugtök frítímafræðinnar og hugmyndafræði eru kynnt. Hugtökin lýðheilsa og iðja rædd og komið inn á þjónustuleiðir hins opinbera og hagsmunaaðila. Einnig eru kynntar niðurstöður nokkurra nýlegra æskulýðsrannsókna og fjallað um hagnýtingu þeirra við mótun starfs og stefnu á vettvangi frítímans. Áhersla er lögð á að nemendur læri að skipuleggja og standa fyrir fjölbreyttu frístundastarfi.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi og umfangi frístunda á mismunandi æviskeiðum og hvernig þær tengjast lífsstíl einstaklingsins.
hvar frístundastarf fer aðallega fram í samfélaginu og á vegum hverra.
áhrifum heilsubrests, fötlunar, hömlunar og félagslegrar stöðu á notendur félags- og heilbrigðisþjónustu og möguleika þeirra til frístundastarfs.
iðju og hlutverki hennar.
forvarnastarfi og hlutverki þess.
tengslum frítímafræða við alþjóðlegt umhverfi og samstarfi við aðrar þjóðir.
niðurstöðum nýlegra æskulýðsrannsókna og hagnýtingu þeirra við mótun starfs og stefnu á vettvangi frítímans.
skipulagningu á fjölbreyttu frístundastarfi.
þjónustuleiðum hins opinbera og hagsmunaaðila.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skrá og afla upplýsinga hjá notendum og samstarfsfólki um frístundavirkni einstaklinga með ólíkar þarfir og geti jafnframt miðlað slíkri vitneskju.
að fjalla um tómstundir og virkni einstaklinga og ræða um ýmsar leiðir í tómstunda- og félagsstarfi.
ræða mismunandi hlutverk iðju og að sjá hlutverk hennar í sem víðustu ljósi.
segja frá forvarnastarfi og hvaða hlutverki það gegnir.
ræða hugmyndir um tengsl frítímafræða við alþjóðlegt umhverfi og samstarf við aðrar þjóðir.
skrá niðurstöður nokkurra nýlegra æskulýðsrannsókna og fjalla um hagnýtingu þeirra við mótun starfs og stefnu á vettvangi frítímans.
skipuleggja og standa fyrir fjölbreyttu frístundastarfi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra mikilvægi frístunda í forvarnastarfi sem metið er með skriflegum verkefnum.
fjalla um tilgang og helstu aðferðir til að meta frístundastarf sem metið er með umræðum.
taka þátt í umræðum um markmiðssetningu og eftirfylgni í frístundastarfi sem metið er með skriflegum verkefnum.
fjalla um mikilvægi fjölskyldu, vina og annarra aðila í nánasta umhverfi notenda á virkni í frístundastarfi sem metið er með kynningum nemenda.
miðla vitneskju um iðju og hlutverk hennar sem metið er með skriflegum verkefnum.
tengja áhrif heilsubrests, fötlunar, hömlunar og félagslegrar stöðu við notendur félags- og heilbrigðisþjónustu og möguleika þeirra til frístundastarfs sem metið er með umræðum. og kynningum nemenda.
fjalla um tengsl frítímafræða við alþjóðlegt umhverfi og samstarf við aðrar þjóðir sem metið er með könnun.
ræða helstu hugtök frítímafræðinnar og hugmyndafræði hennar sem metið er með skriflegum verkefnum.
lesa og greina nýlegar æskulýðsrannsóknir og nýta þær við mótun starfs og stefnu á vettvangi frítímans sem metið er með umræðum og skriflegu verkefni.
vera virkur í að skipuleggja og standa fyrir fjölbreyttu frístundastarfi sem metið er með kynningum nemenda.
gera sér grein fyrir þjónustu á vettvangi frítímans sem veitt er af ríki og sveitarfélögum ásamt hagsmunaaðilum sem metið er með könnun.
fjalla um hugtakið lýðheilsa sem metið er með umræðum.
Leitast verður við að beita fjölbreyttum aðferðum við kennslu og námsmat. Unnið verður í stærri og smærri hópum að afmörkuðum verkefnum og nemendur kynna reglulega niðurstöður sínar fyrir félögum sínum. Leiðsagnarmati verður beitt markvisst og nemendur prófaðir úr ýmsum þáttum námsefnisins.