Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1593016509.9

  Fatlanir og samfélagið
  FÖTL2FS05
  1
  Fötlun
  Fötlun, Samfélag
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Fjallað verður um þróun í málefnum fatlaðra í sögulegu ljósi og mismunandi hugmyndafræði að baki þeirri þjónustu sem þeim er veitt. Einnig verður fjallað um lagalegan- og siðferðilegan rétt fólks með fötlun til þjónustu, m.a. til menntunar, búsetu og atvinnuþátttöku. Skoðuð er ýmis þjónusta fyrir fólk með sérþarfir og sjónum beint að mannréttindum, jafnrétti og lífsgæðum sem oft felast í góðri þjónustu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ríkjandi hugmyndafræði um stöðu og réttindi fólks með fötlun.
  • gildandi lögum og alþjóða samþykktum um þjónustu við fólk með fötlun hvað varðar menntun, atvinnu og búsetu.
  • þróun laga og hugmyndafræði í sögulegu ljósi.
  • umræðu fræðimanna um samfélag án aðgreiningar og um blöndun.
  • ýmsum hugtökum er varða stöðu fólks með fötlun, s.s. réttindi, skyldur, jafnrétti og mannvirðingu.
  • mismunandi leiðum í nálgun tómstunda fyrir alla.
  • almennri þjónustu sem ríki og sveitarfélög ásamt hagsmunasamtökum veita.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina ríkjandi hugmyndafræði um stöðu og réttindi fólks með fötlun.
  • lesa gildandi lög um þjónustu við fólk með fötlun.
  • greina þróun laga og hugmyndafræði í sögulegu ljósi.
  • rökræða um ólíka sýn fræðimanna á samfélag án aðgreiningar og um blöndun.
  • nota og skilgreina ýmis hugtök er varða stöðu fólks með fötlun, s.s. réttindi, skyldur, jafnrétti og mannvirðingu.
  • afla upplýsinga um almenna þjónustu sem ríki og sveitarfélög ásamt hagsmunasamtökum veita og upplýsa skjólstæðinga sína.
  • aðstoða einstaklinga við að leita réttar síns og nýta þá þjónustu sem þeir eiga rétt á eða hafa kost á.
  • afla upplýsinga um mismunandi leiðir í nálgun tómstunda fyrir alla.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina ríkjandi hugmyndafræði um stöðu og réttindi fólks með fötlun, kortleggja ólík sjónarmið sem þar koma fram og nota þekkinguna til að vega og meta „bestu“ leiðir í þjónustu.
  • lesa gildandi lög um almenna og sértæka þjónustu við fólk með fötlun og setja fram lausnir á „málum“.
  • gera sér grein fyrir áhrifum af þróun laga og hugmyndafræði og tengja þau við viðhorf, réttindi og þjónustu nútímans á Íslandi.
  • afla upplýsinga og stuðla að uppbyggingu á tómstundum fyrir alla.
  • vinna að velferð fólks með fötlun með því að upplýsa skjólstæðinga á hlutlausan hátt um þá opinberu og óopinberu þjónustu sem býðst.
  • sýna sjálfstæð vinnubrögð og að hann geti deilt með öðrum þekkingu, fordómaleysi og getu til að koma til móts við og þjónusta fólk í ólíkum aðstæðum.
  • yfirfæra fyrri reynslu og þekkingu við úrlausnir nýrra viðfangsefna.