Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1593017131.74

    Fötlun og lífsgæði
    FÖTL3FL05
    1
    Fötlun
    Fötlun og lífsgæði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður fjallað um fjölbreyttar orsakir fatlana og almenna og sértæka þjónustu sem fólki með fötlun býðst. Sjónum verður beint að hvernig best er að styðja einstaklinginn til að halda lífsgæðum og finna viðeigandi úrræði. M.a. verður fjallað um áhrif hrörnunarsjúkdóma á mismunandi aldri, t.d. hjá börnum og ungu fólki og kynnt hugmyndafræði sem unnið er eftir til að stuðla að betri lífsgæðum. Kennt verður um fatlanir sem koma í kjölfar sjúkdóma, slysa eða áfalla á lífsleiðinni. Endurhæfingarlífeyrir og örorkumat kynnt og réttindi til þjónustu verða skoðuð. kennt um ólíkar þarfir og leiðir til að mæta þeim. Nemendur munu öðlast dýpri þekkingu á aðstæðum og aðbúnaði fólks með fatlanir á Íslandi.
    Fötlun á öðru þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum orsökum fatlana s.s vegna sjúkdóma, slysa og áfalla.
    • framgangi hrörnunarsjúkdóma hjá börnum og ungu fólki.
    • mismunandi hugmyndafræði um uppbyggingu þjónustu.
    • tilgangi endurhæfingarlífeyris og örorkumats.
    • fjölbreyttum þjónustuleiðum fyrir fólk með fötlun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina ólíkar þarfir og aðstæður skjólstæðinga.
    • meta áhrif fötlunar í kjölfar sjúkdóma, slysa og áfalla.
    • átta sig á ólíkum áhrifum fötlunar sem annarsvegar er meðfædd og hins vegar verður til síðar á lífsleiðinni.
    • umgangast og beita fjölbreyttum og árangursríkum leiðum fyrir ungt fólk með hrörnunarsjúkdóma.
    • skilja hvað felst í mun á endurhæfingarlífeyri og örorkumati.
    • greina þarfir einstaklinga til þjónustu og meta hvaða úrræði hentar hverju sinni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bregðast við þörfum einstaklinga með ólíkar fatlanir.
    • fjalla um og skilgreina ólíkar orsakir fatlana og afleiðingar þeirra á líf einstaklingsins og aðstandenda.
    • auka hæfni sína til að vinna faglega með börnum og unglingum sem hafa hrörnunarsjúkdóma.
    • greina og skilja hvernig beita má ólíkri hugmyndafræði í vinnu með fötluðum.
    • kynna mismunandi forsendur fyrir endurhæfingarlífeyri og örorkumati og átta sig á ólíkum tilgangi þessarar þjónustu almannatrygginga.
    • leita upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum um þjónustuúrræði sem taka til atvinnu, félagsvirkni og búsetu.
    • upplýsa skjólstæðinga um valmöguleika og réttindi til þjónustu.