Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1593017880.31

  Öldrun og lífsgæði
  ÖLFR3ÖL05
  1
  Öldrunarfræði
  Öldrun
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum verður fjallað um áhrif nokkurra algengra sjúkdóma, s.s. alzheimer, parkinson, heilablóðfalls o.fl. Sjónum verður beint að hvernig best er að styðja einstaklinginn til að halda virkni og vinna á móti andlegri og félagslegri vanvirkni. Réttindi og þjónusta verður skoðuð og leitast við að fræðast um hvernig sérstökum þörfum hvers hóps er mætt með tilliti til að auka virkni og lífsgæði. Skoðað verður hvar, hvenær og hvernig er hægt að vinna að þjónustunni með hugmyndafræði valdeflingar. Nemendur munu öðlast dýpri þekkingu á aðstæðum og aðbúnaði aldraðra á Íslandi. Kynntar verða nokkrar mismunandi stofnanir og félög sem sérhæfa sig í þjónustu fyrir aldraða einstaklinga og einnig verða skoðaðar rannsóknir og með því veitt innsýn í ólíka upplifun einstaklinga af þjónustu og umönnun.
  Öldrun á öðru þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • framgangi algengra öldrunarsjúkdóma.
  • almennum aðbúnaði aldraðra á Íslandi.
  • réttindum aldraðra og mismunandi þjónustuúrræðum.
  • mismunandi stofnunum, heimilum og samtökum fyrir aldraðra.
  • áhrifum sjúkdóma og fylgifiska öldrunar á nánustu fjölskyldu.
  • mismunandi hlutverkum þeirra starfstétta sem vinna með öldruðum.
  • grundvallaratriðum í vinnu með eldri borgurum sem hafa verið með fötlun frá fæðingu.
  • völdum rannsóknum sem hafa verið gerðar á ólíkri upplifun einstaklinga af þjónustu og umönnun fyrir aldraða.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meta aðbúnað aldraðra.
  • umgangast og finna úrræði fyrir einstaklinga með langvarandi sjúkdóma.
  • meta áhrif sjúkdóma og öldrunar á nánustu fjölskyldu.
  • bera virðingu sjálfræði eldri borgara og taka mið af skoðunum þeirra, reynslu og persónuleika.
  • greina þætti í eigin fari og hvernig hann getur bætt sig sem félagsliði á sviði öldrunar.
  • meta hvernig ólík fjölskyldutengsl aldraðra hafa áhrif á virkni þeirra og líðan.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita vinnubrögðum sem eru viðeigandi í þjónustu við aldraða.
  • skilgreina viðeigandi úrræði fyrir aldraða með mismunandi sjúkdóma.
  • bregðast við ólíkum þörfum mismunandi einstaklinga og virða sjálfræði þeirra.
  • vinna faglega með aðstandendum aldraðra, bregðast faglega við óvæntri hegðun og sýna viðbrögðum fólks sem lendir í erfiðum aðstæðum skilning.
  • taka upplýsta afstöðu um hugmyndafræði í ólíkri þjónustu við aldraða.