Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1593018469.1

    Geðheilbrigði og samfélagið
    GESA3GM05
    1
    Geðheilbrigði og samfélagið
    Geðheilbrigðismál
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga verður fjallað almennt um geðheilbrigðismál og mikilvægi geðræktar. Fyrirbærið sjúkdómsvæðing verður skoðað og horft verður gagnrýnum augum á líffræðilegar áherslur í umræðunni um geðraskanir og notkun geðlyfja. Farið verður ítarlega í ákveðna flokka geðraskana í flokkunarkerfinu DSM-5, ásamt því að skoða kosti og galla flokkunarkerfa. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist innsýn í aðstæður og aðbúnað geðfatlaðra. Rýnt verður í áhrif geðraskana á daglegt líf fólks og upplifun einstaklinga af meðferð og umönnun. Mismunandi samfélagsleg úrræði fyrir einstaklinga með geðraskanir verða kynnt. Nemendur fá kynningu á eigindlegum rannsóknaraðferðum og markmiðum með þeim.
    Sálfræði á þriðja þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • geðheilbrigðismálum og geðrækt.
    • sálfræði daglegs lífs.
    • sjúkdómsvæðingu.
    • kostum og göllum geðlyfja.
    • kostum og göllum flokkunarkerfa geðraskana.
    • geðröskunum sem tengjast efnamisnotkun.
    • geðröskunum sem tengjast líkamlegum einkennum.
    • geðheilbrigði aldraðra.
    • mismunandi samfélagslegum úrræðum.
    • batamiðaðri þjónustu.
    • mismunandi starfsstéttum á sviði geðfatlaðra.
    • eigindlegum rannsóknaraðferðum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bæta eigin geðheilsu og annarra.
    • greina þá þætti sem að auka geðheilbrigði.
    • beita gagnrýnni hugsun á viðfangsefni áfangans.
    • greina mismunandi einkenni efnamisnotkunar.
    • greina mismunandi tegundir geðraskana sem tengjast líkamlegum einkennum.
    • setja sig í spor fólks sem á við geðræn vandamál að stríða.
    • velja viðeigandi samfélagsleg úrræði hverju sinni.
    • afla sér heimilda og upplýsinga á sviði geðheilbrigðismála, greina þær og setja í fræðilegt samhengi.
    • beita eigindlegum aðferðum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta tekið þátt í rökræðum um geðheilbrigðismál og sjúkdómsvæðingu.
    • móta eigin geðheilsu og annarra til að verða hæfari þátttakandi í nútímasamfélagi.
    • greina alvarleika ólíkra fíkniraskana með tilliti til áhrifa á daglegt líf.
    • greina alvarleika ólíkra raskana sem tengjast líkamlegum vandkvæðum.
    • afla upplýsinga um samfélagsleg úrræði fyrir geðfatlaðra til að nota við úrlausn verkefna.
    • framkvæma eigindlega rannsókn og gera grein fyrir helstu niðurstöðum.