Í áfanganum verður unnið með endurnýtingu og sjálfbærni í hönnun. Vistspor mannsins skoðað út frá þörfum og neyslu. Áfanginn er verkefnamiðaður þar sem lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð út frá áhugasviði. Mismunandi tækni beitt við að breyta gömlum textíl og hlutum í nýja hönnun. Sprettum upp, saumum saman á nýjan hátt, litum eða aflitum. Skreytum með stenslum, þrykkramma, fatafilmu eða útsaum og fl. Farið er í vettvangsferðir og aflað efnis af ýmsum toga sem nýtt er til verkefnavinnu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
endurnýtingu
sjálfbærri þróun
skapandi hönnun
mismunandi útsaums-, þrykk- og litunaraðferðum
möguleikum í hönnun út frá sjálfbærni og hringrásarhagkerfi
því að miðla þekkingu sinni á fjölbreyttan hátt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með gamlan textíl eða hluti til endurnýtingar
nýta sér mismunandi aðferðir við útfærslu eigin hönnunar á skapandi og óhefðbundinn hátt
skapa nýtt út frá gömlu og stuðla þar með að sjálfbærni út frá hringrásarhagkerfi
vera gagnrýnin og geta séð nýja möguleika í efnisnýtingu
fylgja hugmynd til framkvæmdar
skrásetja ferli á rafrænu formi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
breyta efniviði í nýja hönnun
útfæra eigin hugmyndir á skapandi hátt
nýta sér endurnýjanlegar auðlindir út frá sjálfbærni og hringrásarhagkerfi
hafa innsýn í áhrif athafna okkar á umhverfið og auðlindir
vinna sjálfstætt og með leiðsögn á skapandi hátt
miðla með myndrænni framsetningu eigin hugmyndum og ferli
Símat, jafningjamat, dagbók, rafræn skrásetning á verkefnum.