Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1597655125.5

    Fjármálalæsi
    FJÁR1FD04
    9
    fjármálalæsi
    Fjármálalæsi daglegs lífs
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist fjámálum einstaklinga ásamt réttindum og skyldum á vinnumarkaði. Fjallað verður um ráðstöfun tekna, ráðningasamninga og hvernig á að skipuleggja áætlun á ráðstöfunartekjum. Einnig verður farið yfir sparnað og lántöku ásamt vöxtum og verðtryggingu. Lögð verður áhersla á fjármálalæsi sem hagnýta fræðigrein sem nýtist öllum í námi og starfi. Eftir áfangann eiga nemendur að vera búnir að fá almenna þekkingu og skilning á eigin fjámálum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Launaútreikningi og réttindum og skyldum á vinnumarkaði
    • Greiðslukortum, gengi, veði, ábyrgð o.fl. sem tengist skuldbindingu í fjámálum
    • Sparnaði, lántöku, vöxtum og verðbótum
    • Hvaða útgjöld eru nauðsynleg og hvar má draga saman
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Reikna laun og lesa kjarasamninga, skrifa atvinnuumsókn og ferilská
    • Reikna vexti, framreikna lán og skuldir
    • Öðlast yfirsýn á útgjöld og tekjur
    • Byggja upp sparnað á einfaldan og hagkvæman hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta vitnað í helstu réttindi og skyldur á vinnumarkaði
    • Taka þátt í daglegri fjármálaumræðu út frá faglegu sjónarmiði
    • Greina frá helstu lánakjörum og sparnaðarleiðum hér á landi og tengja við þróun í efnahagsmálum
    • Aflað sér frekari þekkingu um fjármál t.d. með því að geta nýtt sér internetið við öflum upplýsinga
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann.