Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um hlutverk og framkoma þjálfara í íþróttastarfi, sérstaklega við þjálfun barna á aldrinum þriggja til tólf ára. Íþróttaskólar og hreyfistundir með ungum börnum verða tekinn sérstaklega fyrir. Töluverð áhersla er lögð á hreyfiþroska og sálrænan þroska barna. Lögð er áhersla á skipulag þjálfunar, áætlanagerð og markmiðssetningu. Nemendur fá undirstöðuþekkingu í kennslu- og aðferðafræði íþrótta og þjálfun. Farið verður yfir upphitun bæði almenna og sérhæfða Einnig er lögð áhersla á að nemendur læri um uppbyggingu frjálsra félagasamtaka, sérstaklega íþróttafélaga. Nemendur læra um mikilvægi stefnumótunar og skrásetningar markmiða í félagsstarfi, um uppbyggingu félaga og kynnist skipulagi og helstu skipuritum sem starfað er eftir. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hlutverki þjálfara í íþróttum
að skipuleggja þjálfun og markmið hennar
helstu þroskaþáttum barna
Tilgang upphitunar
uppbyggingu frjálsra félagasamtaka
starfsemi íþróttafélaga, sérgreina- og fjölgreinafélaga
mikilvægi samvinnu og hópstarfs í frjálsum félagasamtök