lífstíll og heilsa, viðbragðs og hraðaþjálfun, Þolþjálfun, þrekpróf
Samþykkt af skóla
2
6
þ1
Í áfanganum er farið ýtarlega í þolþjálfun allt frá fræðilegum þáttum til líkamlegra æfinga og áætlunargerðar til lengri og skemmri tíma. Framkvæmd og mikilvægi þrekprófa fyrir íþróttamenn. Viðbragðs og hraðaþjálfun allt frá því að skilja mikilvægi mikils hraða í keppni og til æfingaáætlana , nemendur fara yfir grunnatrið í orkubúskap líkamans s.s. næringarefnin og notkun mismunandi orkukerfa. Einnig verður farið í mikilvægi góðs lífstíls og heilsu í okkar samfélagi. Farið verður í íþróttasögu. Áfanginn er bæði bæði bóklegur og verklegur. Áfanginn byggist upp á fyrirlestrum og verkefnavinnu nemenda sem er bæði fræðileg og yfirfærslu yfir í verklegaræfingar og áætlanir.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þolþjálfun og aðferðum til að byggja þolið upp
mikilvægi prófa fyrir íþróttamenn
orkubúskap líkamans
viðbragðs og hraðaþjálfun
heilbrigðum lífstíl og góðri heilsu almennings
atburðum í íslenskri íþróttasögu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota ýmsar aðferðir til þolþjálfunar fyrir ýmis þjálfnarstig
nota ýmis próf til að meta þjálfunarástand íþróttafólks
kynna sér valda þætti úr íslenskri íþróttasögu
beita ýmsum aðferðum til þolþjálfunar fyrir ýmis þjálfunarstig
leiðbeina fólki um hvað er heilbrigður lífstíll
búa til þjálfunaráætlanir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta byggt upp góða þolþjálfunar áætlun fyrir einstakling/hópa byggða á fræðilegri þekkingu
geta framkvæmt einföld þerkpróf til að meta þjáflunarástand íþóttamanns
geta byggt upp góða þjálfunaráætlun fyrir viðbragðs og hraða þjálfun á fræðilegri þekkingu
geta greint lífstíl hjá fólki og komið með hugmyndir um breytingar sem leiða til betri heilsu og líðan