Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1597671688.91

    Grunnáfangi í dönsku
    DANS1GR04
    31
    danska
    grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Markmið áfangans er að nemendur auki grunnþekkingu sína í dönsku og geri sér grein fyrir hvernig hún nýtist þeim. Áhersla er á hlustun, talæfingar og lestur á stuttum textum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig tungumálið nýtist honum.
    • grunnorðaforða talaðs og ritaðs máls
    • málfræði tungumálsins.
    • inntaki ýmiss konar texta, t.d. blaðagreina, smásagna og kvikmynda.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stuðla að eigin framförum í tungumálinu.
    • lesa ýmiss konar texta.
    • semja stutta texta um ýmis málefni.
    • nota tölvur til að afla sér fróðleiks um afmarkað efni, orð eða málfræðilega þætti.
    • taka þátt í einföldum samtölum.
    • að greina á nokkuð skýran hátt munnlega eða skriflega aukaatriði frá aðalatriðum í texta sem hann les eða heyrir.
    • skilja skýrt og einfalt talmál
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir hvað dönskukunnátta hefur að segja fyrir hann.
    • ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum og fylgjast með einföldum frásögnum og erindum sér til gagns.
    • skrifa um áhugamál sín og gera stuttar samantektir um kunnugleg efni.
    • finna efni á netinu og nýta sér orðabækur.
    Leiðsagnarmat sem byggir á símati yfir allan námstímann. Námsmat byggist á fjölbreyttum verkefnum sem eru bæði munnleg og skrifleg.