Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1597672902.46

  Bókmenntir frá landnámi til siðaskipta
  ÍSLE3BF06
  97
  íslenska
  bókmenntir fyrri alda
  Samþykkt af skóla
  3
  6
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á íslenskum bókmenntum frá landnámsöld til siðaskipta. Fjallað verður um upphaf ritunar á Íslandi og bókmenntasögu tímabilsins. Lesin verða eddukvæði, dróttkvæði, ein Íslendingasaga, Íslendingaþættir, helgikvæði og veraldleg kvæði. Nemendur skrifa bókmenntaritgerð um afmarkað efni og tjá sig munnlega og skriflega um efni áfangans.
  Nemandi þarf að hafa náð fullri hæfni á 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskra bókmennta
  • mismunandi tegundum íslenskra bókmennta að fornu
  • helstu bókmenntahugtökum og sögu bókmennta frá landnámi til siðaskipta
  • ritgerðasmíð og heimildavinnu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita bókmenntahugtökum til greiningar á bókmenntatextum
  • lesa ýmsar gerðir ritaðs máls að fornu sér til gagns og gamans
  • skilja lykilhugtök og greina mismunandi sjónarmið
  • draga saman og nýta á viðurkenndan hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
  • rita bókmenntaritgerð þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu efnis og heimilda og setur mál sitt fram á skýran og greinargóðan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrifa skýran og greinargóðan texta og beita málinu á viðeigandi hátt hverju sinni
  • beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
  • sýna frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • greina og túlka bókmenntaverk og skrifa bókmenntaritgerð um afmarkað efni
  Leiðsagnarmat sem byggir á fjölbreyttum verkefnum bæði munnlegum og skriflegum. Ritgerð úr Egils sögu er veigamikill þáttur í matinu ásamt smærri verkefnum af ýmsu tagi.