Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1597741005.2

  Íþróttir - upphitun, þol og meiðsl
  ÍÞRÓ1HL01
  58
  íþróttir
  almenn heilsu- og líkamsrækt
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti upphitunar og þols fyrir einstaklinginn. Farið er yfir mikilvægi upphitunar fyrir líkamlega þjálfun og unnið með æfingar og leiki sem henta fyrir líkams- og heilsurækt eða mismunandi íþróttagreinar. Farið er yfir það helsta sem á sér stað í líkamanum við upphitun og þá kosti sem góð upphitun hefur í för með sér. Í áfanganum er einnig fjallað um þol og þolþjálfun og hvernig byggja megi upp og viðhalda þoli. Farið er yfir muninn á loftháðri og loftfirrtri þolþjálfun auk þess sem farið verður yfir almennt og sérhæft þol tengt ýmsum íþróttagreinum. Þá verða nemendum kynntar aðferðir við mælingar á þoli. Einnig verður farið í liðleika og meiðsl við þjálfun
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • nauðsyn góðrar upphitunar
  • mun á almennri upphitun, sérhæfðri upphitun og óvirkri upphitun
  • ýmsum þjálfunaraðferðum varðandi þol t.d. loftháð þol og loffirrt þol.
  • hámarkspúls, þjálfunarpúls, hvíldarpúls.
  • meiðslum við þjálfun
  • nauðsyn liðleika
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nokkrum aðferðum við almenna og sérhæfða upphitun
  • nýta sér ýmsar leiðir til liðleikaþjálfunar
  • nýta sér ýmsar leiðir til þolþjálfunar
  • prófa ýmsar leiðir til þolþjálfunar
  • leggja mat á ýmsar aðferðir sem varða þol- og liðleikaþjálfun á gagnrýnin hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta búið til þolþjálfunaráætlun sem hæfir hans þjálfunarstigi
  • geta búið til liðleika áætlun fyrir sjálfan sig
  • geta séð um almenna og sérhæfða upphitun fyrir hóp
  • geta brugðist við íþróttameiðslum