Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1597747458.55

  Grunnatriði í dönsku máli
  DANS2LH05
  34
  danska
  hlustun, lestur, ritun, talað mál
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Dönsk menning er kynnt. Áhersla er lögð á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn, svo og að þeir geti tjáð sig af lipurð munnlega og skriflega. Nemendur eru þjálfaðir í framburði og réttritun og læra að beita algengustu framburðar- og málfræðireglum. Nemendur fá þjálfun í að nota hjálpargögn og kennsluforrit í námi sínu.
  Grunnskólapróf
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu einkennum danskrar tungu í framburði og rituðu máli
  • orðabókum og upplýsingasíðum
  • dönsku máli, danskri menningu og tengslum Íslands og Danmerkur
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • hlusta á danskt mál eins og það kemur fyrir þegar skýrt er talað, t.d. í kvikmyndum og í sjónvarpsfréttum
  • taka þátt í samræðum á dönsku
  • lesa fjölbreyttra texta á dönsku
  • tjá hugsanir sínar á dönsku, skriflega og munnlega og nota til þess algeng orð og orðasambönd í ræðu og riti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja allt venjulegt talað mál þegar skýrt er talað
  • skilji inntak ritmáls og talmáls um efni sem hann þekkir til eða hefur áhuga á og geti aflað sé upplýsinga um tiltekin efni á dönsku
  • tjá sig um almenn málefni og málefni sem hann þekkir vel, á skiljanlegri dönsku, bæði munnlega og skriflega og nota til þess málfar við hæfi
  • geti tekið þátt í samræðum á dönsku um almenn málefni
  Námsmat er símat sem nær yfir alla önnina og til þess eru notuð fjölbreytt verkefni sem reyna á hlustun, tal, lestur og ritun.