Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1597821296.05

  Heildun, deildarjöfnur, runur og raðir,
  STÆR3EE06
  107
  stærðfræði
  Heildun, diffurjöfnur, runur og raðir
  Samþykkt af skóla
  3
  6
  Stofnföll, óákveðið heildi. Aðferðir við að reikna út heildi. Ákveðið heildi. Hagnýting heildarreiknings. Deildarjöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir.
  Að nemandi hafi lokið tveimur stærðfræðiáföngum á 3. þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • heildarreikningi, kunni ýmsar aðferðir til að leysa heildi, kunni helstu reglur um ákveðið og óákveðið heildi
  • hagnýtingu heildis t.d. geti reiknað út flatarmál svæða sem afmarkast af gröfum falla
  • rúmmáli snúða þegar flatarmáli er snúið um ása hnitakerfisins
  • undirstöðusetningu deildar- og heildunarreiknings og sönnun hennar
  • grunnatriðum í meðferð 1. stigs deildarjafna
  • endanlegum og óendanlegum runum og röðum, t.d. geti skilgreint runur og reiknað markgildi runa af einföldum gerðum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • þekkja og vinna með hinar ýmsu aðferðir í deildar- og heildunarreikningi
  • vinna með reglur um ákveðið og óákveðið heildi í lausn fjölbreyttra verkefna
  • vinna með undirstöðuatriði í deilda- og heildunarreikningi
  • leysa 1.stigs deildarjöfnur og vinna með þær
  • vinna með runur og raðir og geti fundið markgildi þeirra
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta hinar ýmsu reglur í deildar og heildarreikningi í dæmum tengdum raunveruleikanum
  • greina á milli ákveðins og óákveðins heildunarreiknings
  • nota deildarreglur til þess að leysa ýmsar gerðir deildarjafna
  • nýta sér runur og raðir í dæmum tengdum raunveruleikanum
  • skrá lausnir sýna skipulega og geti rökstutt þær við aðra
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Sjá nánar í kennsluáætlun.