Markmið áfangans er að nemendur kynnist viðfangsefnum, rannsóknaraðferðum og helstu álitamálum í þroskasálfræði, þ. á m. hvort erfðir eða uppeldi ráði mestu um eiginleika einstaklingsins. Fjallað er um þróun þroskasálfræði og helstu kenningar; um þroskaferillinn frá getnaði til unglingsára og frá kynþroska til elliára. Fjallað er um vitsmuna-, persónuleika- og málþroska, þroskafrávik og orsök þeirra.
Að nemandi hafi lokið áfanganum SÁLF2IS06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu viðfangsefnum þroskasálfræðinnar
Greinarmuninum á erfða- og umhverfisþáttum
Helstu þroskaröskunum og viðbrögðum við þeim
Þekktum tilviksathugunum og rannsóknum í þroskasálfræði
Helstu gagnrýni á þroskasálfræðikenningar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita hugökum þroskasálfræðinnar á skilmerkilegan hátt
greina helstu áhrifaþætti og afleiðingar þroskaraskana
greina grein fyrir kenningum og niðurstöðum rannsókna
spyrja og ræða á gagnrýninn hátt um helstu viðfangsefni fagsins
útskýra muninn á umhverfis- og erfðaþáttum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leita svara við þeim spurningum sem þroskasálfræðin leitar svara við ...sem er metið með... prófum, verkefnum og umræðum
fjalla um erfða- og umhverfisáhrif sem hafa áhrif á þroska ...sem er metið með... prófum og verkefnum
afla sér upplýsinga um þroskasálfræðilegt efni, greina aðalatriði þeirra og nýta sér til frekari vinnslu ...sem er metið með... rannsókn sem unnin er í hóp eða ritgerð unninni af einstaklingi
fjalla sjálfstætt og í samvinnu við aðra um þroskasálfræði á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... einstaklings- og hópaverkefnum
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstimann.