Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1597842575.11

    Enska - ritun, bókmenntir, lesskilningur
    ENSK3BL06
    79
    enska
    bókmenntir, lesskilningur, ritun
    Samþykkt af skóla
    3
    6
    Í þessum áfanga er gert ráð fyrir því að nemendur dýpki orðaforða sinn verulega með lestri og umfjöllun um bókmenntir. Reynt er að dýpka skilning nemenda á samtímanum og umfjöllunarefnum höfunda. Nemendur vinna með persónusköpun og dýpka persónur skáldsagnanna með eigin verkefnavinnu. Efla þar með færni sína í ritun, heimildavinnu og gagnrýnni hugsun.
    Að nemandi hafi lokið 10 einingum á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum bókmenntatextum
    • viðameiri og auknum orðaforða
    • fjöbreyttri persónusköpun
    • helstu bókmenntahugtökum á ensku
    • greiningu á kvikmyndum sem endurspegla ólík tímabil og menningarheima
    • færni í að leggja mat á texta úr kvikmyndum og bókmenntum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í umræðum um það sem efst er á baugi í erlendum fjölmiðlum og komi skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • afla sér fjölbreyttra upplýsinga af netinu
    • tileinka sér skilning á fjölbreyttum bókmenntatextum og kvikmyndum
    • tjá þekkingu sína og færni skriflega og munnlega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig munnlega og skriflega af talsverðri færni
    • skilja mismunandi ensku, talaða og ritaða í ólíkum aðstæðum
    • umskapa persónur úr skáldverkum í tíma og rúmi
    • greina kvikmyndir og heimildatexta sem endurspegla tiltekna menningu
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.