Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1597842805.44

    Inngangur að siðfræði
    SIÐF2IN04
    6
    siðfræði
    inngangur að siðfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Siðfræði er hagnýt heimspeki. Hvernig er hægt að vita hvernig maður á að taka siðferðilegar ákvarðanir? Getur maður ákveðið sjálfur hvað er rétt og hvað er rangt? Í áfanganum verður fjallað um helstu siðfræðikenningar og afstæðishyggju. Við það komast nemendur í kynni við klassísk rit eftir spekinga á borð við Aristóteles, Kant og Mill, auk nútímahöfunda. Nemendur tileinki sér jafnframt fræðilegar aðferðir og vinnubrögð í heimildavinnu, skrifi ritgerð um siðferðislegt álitamál og færi rök fyrir afstöðu sinni.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu stefnum í siðfræði
    • hugmyndum nokkurra þekktra heimspekinga um siðfræði
    • nokkrum þekktum siðfræðiritum
    • mismunandi nálgun við viðfangsefni siðfræðinnar
    • siðferðislegum hugmyndum sem birtast í þekktum kvikmyndum
    • hagnýtu gildi siðfræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja umfjöllun um siðferðileg efni
    • beita hugökum siðfræðinnar á skýran og skilmerkilegan hátt
    • greina kvikmyndir/frásagnir með tilliti til siðferðilegra þátta
    • skoða sín eigin siðferðisgildi
    • setja fram spurningar og taka þátt í umræðu um siðferðileg álitamál
    • tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir mikilvægi siðferðilegrar umræðu ...sem er metið með... greiningu á viðfangsefnum úr daglegu lífi
    • átta sig á mismunandi siðferðisrökum ...sem er metið með... verkefnum og samræðum
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... einstaklings- og hópverkefnum
    • taka siðferðilega afstöðu til málefna líðandi stundar ...sem er metið með... heimildaritgerð skv. akademískum kröfum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstimann. Til grundvallar matinu eru ýmis smærri verkefni og ein lokaritgerð.