Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1597916460.22

  Landið þitt Ísland
  LAND2ÍS05
  5
  landafræði
  ísland
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur þekki Ísland á sem fjölbreyttastan hátt. Nemendur noti öpp (smáforrit) og forrit til að kynnast ýmsum stöðum landsins, sem og atvinnuháttum, veðurfari, ferðamöguleikum, menningu, landslagi, náttúruperlum og fleiru sem tengist landinu. Lögð er áhersla á skapandi skil og sjálfstæð vinnubrögð og upplýsingaleit.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Náttúru Íslands, fólkinu og því sem landið hefur upp á að bjóða
  • Ferðamöguleikum á landinu
  • Atvinnuháttum, veðurfari, landslagi og fleiru sem tengist landinu
  • Mismunandi landshlutum og fjölbreytileikum þeirra
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Kynna landið og ræða það af þekkinu og virðingu
  • Afla fjölbreyttra upplýsinga og vinna með þær
  • Nota þau forrit, öpp og vefi sem í boði eru við vinnslu verkefna
  • Verða sjálfbjarga í að leita upplýsinga og koma þeim til skila í verkefnavinnu
  • Vinna sjálfstætt og með öðrum til að koma þekkingu sinni á framfæri
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Gera sér grein fyrir ólíkum aðstæðum í mismunandi landshlutum
  • Fjalla um atvinnuvegi, veðurfar, ferðamöguleika og fleira á mismunandi svæðum landsins
  • Fjalla um helstu náttúruperlur landsins og staðsetningu þeirra
  • Setja saman ferðir og kynningar um Ísland á rafrænan hátt
  Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina.