Áfanginn miðar að því að gefa nemendum yfirlit og betri þekkingu á tónleika- og viðburðarhaldi, undirbúningi, kynningum, æfingum o.fl. Áhersla er lögð á að nemendur kynni sér mismunandi flutningsstílum, læri um mikilvægi góðrar kynningar og góðs undirbúnings fyrir tónlistarflutning. Einnig verður fjallað um atvinnumöguleika í tónlistargeiranum.
10 einingar á 2. þrepi í skapandi tónlist.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tónleikahaldi
mun á mismunandi flutningsstílum
undirbúningi og æfingum fyrir tónlistarflutning
mikilvægi samfélagsmiðla fyrir tónlistarfólk og tónlistarviðburði
mismunandi störfum í boði fyrir tónlistarfólk
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
búa til einfalda áætlun fyrir tónleikahald
skipuleggja tíma og verkefni fyrir æfingar
sýna fram á skilning á mismunandi flutningsstílum og getu í flutningi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja á laggirnar sína eigin tónleika
taka faglegar ákvarðanir um framkomu á tónleikum
afla sér upplýsinga og þekkingar á störfum í boði í tónlist
Áfanginn er með símati alla önnina, ásamt lokaverkefni. Öll verkefni annar gilda til einkunnar.