Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1600176988.71

    Vöruhönnun
    HÖNN2VÖ05
    20
    hönnun
    vöruhönnun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður farið í að skoða hugtakið hönnun í víðum skilning þar sem áherslan verður á vöruhönnun. Farið verður yfir hönnunarsöguna frá árinu 1851 til dagsins í dag og hvaða tilgangi vöruhönnun þjónar í nútíma samfélagi. Áfanginn er að mestu leiti verklegur, nemendur þurfa að halda úti skissubók fyrir öll verkefnin og er hluti áfangans því kennsla í að kortleggja hugmyndir, rannsaka og færa inn í skissubók. Kennari aðstoðar við útfærslu á hugmyndum, ljósmyndum og teikningum. Nemendur fá einnig að kynnast áhöldum tæknismiðjunnar í gegnum verkefni sem verða framkvæmd í tölvustýrðum jaðartækjum. Í lokin verður unnið að lokaverkefni þar sem nemendur hanna eigin vöru/hlut og búa til frumgerð (e. prototype). Ætlast er til að nemendur séu á þessu stigi tilbúnir til að móta sín verkefni sjálfir en fái leiðbeiningar kennara varðandi tæknileg atriði eftir þörfum til að ná fram þeirri tilfinningu eða sýn sem þeir leita eftir.
    Góð tölvukunnátta
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugtakinu hönnun.
    • Faginu vöruhönnun í nútíma samfélagi.
    • Ferlinu að koma hugmynd í framkvæmd.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Virkja eigin sköpunarkraft og hugmyndir.
    • Vera óhræddur við að gera mistök.
    • Taka á móti uppbyggilegri gagnrýni og nýta hana til þess að bæta verkefnið.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Koma hugmyndum sínum, rannsóknum og ferli skilmerkilega frá sér í formi skissubókar.
    • Koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
    Námsmat erí formi leiðsagnarmats þar sem nemendur eru metnir út frá ástundun, virkni, þátttöku í tímum og verkefnum.