Í áfanganum læra nemendur grunn atriði í ljósmyndun og að vinna með DSLR myndavélar, einnig læra nemendur að beita aðferðum ljósmyndunar til að tjá hugmyndir sínar og tilfinningu fyrir umheiminum. Áhersla er lögð á meðvitund nemenda um inntak og uppbyggingu bæði innan einstakra mynda og í samhengi innan myndaraða. Hér eru nemendur hvattir til að skoða þá sýn sem myndir þeirra birta af umheiminum. Tveir þættir vega því þyngst í vinnunni: annars vegar ferlið, sköpun, túlkun og tjáning þar sem nemendur vinna að eigin verkefnum innan ákveðins ramma sem kennari ákveður, hér taka nemendur myndir, skoða og vinna til sýningar; og hins vegar ferlið skynjun, greining og mat þar sem nemendur greina eigin verk, verk samnemenda og valin verk úr ljósmyndasögunni með tillit til inntaks og mynduppbyggingar. Áætlað er að áfanganum ljúki með ljósmyndasýningu á veggjum skólans eða á netinu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig hann getur beitt ljósmyndavél við ólíkar aðstæður til að ná fram fjölbreyttu myndefni og kunni skil á tengslum ljósops, lokahraða og ISO
möguleikum á ljósmyndavinnslu í tölvu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fullvinna ljósmynd til sýningar
vinna myndir í myndvinnslu forriti
nýta sér mismunandi stillingar á myndavélinni til þess að ná fram mismunandi áhrifum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir áhrifum mismunandi mynduppbyggingar á merkingu ljósmynda
skilja hvernig ólík tákn, sem birtast í myndum og samhengi þeirra geta breytt merkingu mynda.
fjalla um og meta eigin verk og annarra á upplýstan og greinargóðan hátt.
Leiðsagnarmat, nánari útfærsla er í kennsluáætlun áfanga.