Í áfanganum læra nemendur að lesa, greina og vinna með fræðilegt efni, skýrslur og ritgerðir. Nemendur nýta fjölbreytt forrit og nútíma upplýsingatækni við vinnslu á verkefnunum. Nemendur þjálfast í að setja fram efni á fyrirlestrarformi og flytja það. Ýmis verkefni eru unnin á spjaldtölvur sem ætluð eru til notkunar með börnum, m.a. í tengslum við málörvun og lestur.
ÍSLE2LR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tilgangi þess að vinna með fræðilegt efni.
lestri og greiningu á fræðilegum texta í uppeldis- og sálfræði.
samantekt og framsetningu upplýsinga sem fengnar eru með gagnaöflun.
mikilvægi framsetningar efnis til kynningar.
hvernig hægt er að nýta tækninýjungar í starfi með börnum og tengja notkun þeirra við þau námsmarkmið sem unnið er með.
möguleikum spjaldtölva til kennslu ungra barna.
möguleikum til að flétta saman myndmál, táknmyndir og talmál.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita gagnrýnni hugsun við hagnýtingu fræðilegs efnis.
nýta fræðilegt efni við faglega vinnu á uppeldissviði.
setja fram upplýsingar á fjölbreyttan hátt.
miðla fræðilegu efni á skilmerkilegan hátt.
nota tækninýjungar við gerð afþreyingar- og kennsluefnis fyrir börn.
vinna markvisst með myndir og texta í verkefnum fyrir börn.
vinna með myndir og texta til upplýsingagjafar um börn.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fjalla um og tengja fræðilegt efni við faglega vinnu á uppeldissviði sem er metið með verkefnum.
meta viðeigandi framsetningu á eigin efni sem tengist uppeldis- og/eða sálfræði sem metið er með kynningum og jafningjamati.
miðla og rökræða eigin samantekt á niðurstöðum verkefna sem metið er með umræðum.
virkja og leiðbeina börnum við að nota spjaldtölvur til ánægju, þroska og menntunar sem metið er með verkefnum, kynningu og umræðum.
taka ábyrgð á framsetningu upplýsinga sem lúta að börnum eða innra starfi leikskólans sem metið er með verkefnum og kynningu.
tengja val á verkefnum við þroska barna sem metið er með verkefnum, umræðum og jafningjamati.
Námsmat er fjölbreytt, styttri verkefni, kynningar og þátttaka í tímum auk lokaverkefnis með heimildavinnu.